Nú í ágúst koma til starfa hjá KFUM og KFUK tveir nýir æskulýðsfulltrúar. Þann 3. ágúst hóf Þór Bínó Friðriksson störf en hann er félagsmönnum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars starfað Vatnaskógi, verið í stjórn KFUM og KFUK á Íslandi, í stjórn Ölvers og verið leiðtogi í æskulýðsstarfi félagsins. Þá kemur Kristný Rós Gústafsdóttir til starfa 24. ágúst en hún er að ljúka djáknanámi við Háskóla Íslands nú í sumar og hefur auk þess starfað í Snæfellsbæ við félagsmiðstöð unglinga í bænum og staðið fyrir dansnámskeiðum fyrir börn og unglinga.
Við bjóðum þau, Kristný og Þór, hjartanlega velkomin til starfa og óskum þeim Guðs blessunar í störfum sínum í þágu félagsins.