dag var öfugsnúinn dagur í Ölveri, hann byrjaði með aftur á bak vakningu
þar sem kallað var til kvöldverðar með gómsætri súrmjólk með ávöxtum í
matinn. Síðan var kvöldvaka undir stjórn Ölmu foringja með söngvum,
kvöldvökuatriði og hugleiðingu frá Perlu foringja. Eftir kvöldvöku var frí
fram að hádegismat eða "kaffitímanum" þar sem boðið var upp á kökur og
djús. Því næst var öfugsnúið brennó sem entist stutt og því efnt snarlega
til hárgreiðslukeppni. Í kaffinu eða "morgunmat" var morgunkorn og
súrmjólk og því næst var biblíulestur. Síðan var háttað, hlustað á sögu og

farið að sofa. Eftir korters hvíld voru stúlkurnar vaktar af prúðbúnum
foringjum með kertaljósum, gítarspili og jólasöng, þær orðnar alveg

gjörsamlega ringlaðar. Efnt var til jóla og þær sendar upp í sal í
jólakortagerð. Í jólakvöldmatinn var Bayonne skinka, bakaðar kartöflur,
grænmeti og sveppasósa. Eftir kvöldmatinn tilkynntum við að á svæðinu væri
týndur jólasveinn og við þyrftum að aðstoða hann við að rata með því að
skapa sanna jólastemmningu. Stúlkurnar skreyttu piparkökur, dönsuðu
kringum jólatré og skreyttu kvöldvökusalinn með jólaskrauti og myndum.
Síðan var þeim safnað saman í salinn þar sem þær sungu hástöfum jólalög og
kölluðu á jólasveininn. Viti menn, Stúfur rann á hljóðið, þakklátur fyrir
hjálpina og lék á alls oddi. Við sungum með honum nokkur lög áður en hann
hélt ferð sinni áfram. Í kvöldkaffi fengu stúlkurnar pipakökur og ávexti

áður en undirbúningur fyrir svefninn hófst. Myndir af fyrri tvem dögunum
og deginum í dag eru komnar á vefinn. Myndirnar má sjá hér:
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=122016
Ölverskveðja,
María, forstöðukona