Nú á laugardaginn næstkomandi, 9. október 2010 kl. 16-18 verður glæsilegt BINGÓ í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Bingóið er haldið til fjáröflunar fyrir Sveinusjóð, sem var stofnaður til að safna fé til byggingar nýju íþróttahúsi í Ölveri. Sveinusjóður er nefndur eftir Sveinu, Sveinbjörgu Arnmundsdóttur, sem var einn af frumkvöðlum sumarbúðastarfsins í Ölveri, og heiðursfélagi KFUM og KFUK.
Foringjar sumarsins úr Ölveri munu standa við Bingó-vélina, en vinningarnar verða stórglæsilegir og má þar á meðal nefna: Vikudvöl í Ölveri sumarið 2011, Subway-báta, inneignir á fiskrétti frá Fiskiprinsinum, inneignarbréf í Kringluna, bækur frá Skálholtsútgáfunni, DVD-diska frá Senu, töskur og sælgæti frá Innnes, vörur frá PUMA og SPEEDO og margt, margt fleira.
Spjaldið kostar 500 krónur, en innifalið í því verði er Candy-flos. Þrjú spjöld verða á fjölskyldutilboði, 1000 krónur.
Starfsfólk sumarsins hvetur alla til að mæta og vera með í skemmtilegri uppákomu og styðja um leið við uppbyggilegt starf í Ölveri.
Með góðri kveðju,
Stjórn og starfsfólk Ölvers