Í gær fór hópur í Ölver en þar hófst vikunámskeið um markvissa stefnumótun innan æskulýðssamtaka. Námskeiðið er haldið á vegum KFUM og KFUK á Íslandi með styrk frá
Evrópu unga fólksins. Hópurinn samanstendur af 18 þátttakendum frá 8 Evrópulöndum sem eru Ísland, Slóvakía, Tékkland, Þýskaland, Rúmenía, Lettland, Ungverjaland og Írland. Flestir þátttakendurnir eru starfsmenn eða sjálfboðaliðar KFUM og KFUK í sínu landi. Vel lá á hópnum við komuna en þau verða í Ölveri þar til næsta föstudag.