Í dag, laugardaginn 26. mars hefst skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK fyrir sumarið 2011. Skráning hefst kl.12 á hádegi í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28, í síma 588-8899 og á internetinu á http://skraning.kfum.is/ .

Flokkaskrá sumarbúða má sjá á eftirfarandi slóð: http://www.kfum.is/sumarbudir-og-leikjanamskeid/flokkaskrar/

Vorhátíð er haldin í dag á Holtavegi í Reykjavík kl.12-16 og í húsi félagsins á Akureyri í Sunnuhlíð 12 kl.14-16. Ýmsar spennandi og skemmtilegar uppákomur verða í boði, til dæmis andlitsmálun, hoppukastalafjör, kaffihús, krakkahorn og margt fleira.

Allir eru hjartanlega velkomnir – starfsfólk Þjónustumiðstöðvar er fullt tilhlökkun að sjá þig og þína á Holtavegi og í Sunnuhlíð í dag!