Nú um helgina 14.-15. maí verða vinnudagar í sumarbúðum KFUM og KFUK í Ölveri. Undirbúningur fyrir sumarið er að hefjast og eru allir sem vilja koma og hjálpa til velkomnir.
Bæði verður unnið laugardag og sunnudag og þeir sem vilja geta gist á staðnum og verður boðið upp á mat og góðan félagsskap.
Helstu verkefnin eru málningarvinna, en það þarf t.d. að mála húsið að utan og þakið, ýmislegt þarf að lakka og mála innandyra og einnig þarf að grisja skóginn.
Unnið verður frá morgni og fram að kvöldmat.
Einnig verða vinnudagar í Ölveri næstu helgar í maí (21.-22. maí og 28.-29. maí)
Allir hjartanlega velkomnir!