Við fengum 46 hressar og kátar stelpur í Ölver í gær. Stelpurnar notuðu daginn í gær aðallega til að kynna sér svæðið, læra brennó og kynnast nýjum vinkonum. Hamraver sá um kvöldvökuna í gær og tróðu upp með skemmtilegum leikritum og leikjum. Í gærkvöldi var steiktur fiskur og voru stelpurnar ánægðar með það og borðuðu fiskinn af bestu lyst. Stúlkurnar fengu góða næturhvíld í nótt og vöknuðu eldhressar snemma í morgun og til í að takast á við verkefni dagsins. Nú er að hefjast brennókeppni, og í dag förum við í göngutúr og svo fá stelpurnar að busla í heita pottinum.
Hægt er að skoða myndir frá gærdeginum hér:
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=128199
Kær kveðja,
Þóra Björg, foringi