Jæja, þá hefur þriðji flokkur Ölvers hafið göngu sína og það með glæsibrag. Þegar rútan renndi í hlað með allan hópinn skartaði umhverfið sínu fegursta og sólin skein í heiði. Mikill spenningur var í stúlkunum og eftir að hafa valið sér herbergi og komið sér fyrir í þeim með vinkonum sínum var snæddur grjónagrautur og pizza. Eftir matinn var frjáls tími sem stelpurnar notuðu til að koma sér betur fyrir og kynnast. Eftir klukkan tvö var svo farin kynnisferð um svæðið sem endaði í miklu leikjafjöri þar sem foringja-snillingarnir sem hér vinna hristu hvern leikinn á fætur öðrum fram úr erminni. Í nestistímanum var svo boðið uppá nýbakað möffens, banabrauð með osti og epli. Eftir kaffíhlé skundaði svo allur hópurinn út í íþróttahús og farið var í einn brennó leik. Í kvölmat var svo boðið uppá dýrindis kjötbollur með öllu. Nú þegar þetta er ritað er kvöldvökunni lokið og þar leiddist sko engum, mikið gaman og mikið fjör. Ró er nú að færast yfir fyrst dag Ölvers og stúlkurnar að undirbúa sig fyrir svefninn. Dagurinn hefur gengið mjög vel og mikill spenningur fyrir morgundeginum enda lofar veðurspáin vægast sagt góðu.
Við sendum ykkur bestu kveðjur héðan úr sveitasælunni.
Þórey Dögg, forstöðukona.