Veðrið lék við okkur í gær hér í Ölveri. Stelpurnar voru mikið úti og fóru m.a í ratleik. Haldin var hárgreiðslukeppni við mikla kátínu en það er ein af Ölvershefðunum okkar sem alls ekki má sleppa að mati stelpnanna. Í kvöldmatinn var grjónagrautur og kvöldvakan var í boði Skógarvers. Stelpurnar voru duglegar að fara að sofa enda vissu þær að mikill dagur væri framundan.
Og nú er kominn 17.júní. Það er mikið á dagskránni hjá okkur í dag. Við ætlum að fara í skrúðgöngu eftir hádegið og síðan verður haldið inn í ævintýraheim……Kristbjörg bakarinn okkar er búinn að baka svakalega flotta fánaköku og svo heldur fjörið áfram. Fleiri fréttir og myndir af 17.júní munu birtast í kvöld.