Já, Drottinn er örlátur!Annað er ekki hægt að segja. Þriðjudagurinn rann upp bjartur og fagur í Ölveri. Stelpurnar voru ræstar um 9:00 í morgunmat. Eftir það gafst þeim tími til að búa um sig og gera herbergin fín fyrir eftirlitið J
Kl. 10.30 fóru stúlkurnar í hina hefðbundnu Biblíufræðslu. Í henni skoðuðum við Biblíuna og veltum því fyrir okkur hvers konar rit hún er. Eftir fræðslu og söng fengu stúlkurnar frjálsan tíma sem þær nýttu vel í ærsl og leiki.
Þegar blásið var í lúðra og kallað til hádegisverðar beið okkar dýrindis steiktur fiskur, kartöflur og annað sem honum tilheyrir. Eftir hádegi stormaði svo öll hersingin niður að læk til að vaða og busla í sólinni. Þegar heim var komið beið okkar nýbökuð skúffukaka, volgar heilsusmákökur og brauðbollur.
Seinnipartinn fóru stúlkurnar svo í heita pottinn og héldu áfram að sóla sig þar.
Eftir kvöldmat var svo kvöldvaka þar sem stúlkurnar fóru á kostum í leik og söng.
Við sendum okkar bestu kveðjur héðan úr Ölvers paradísinni.
Þórey Dögg forstöðukona.