Þá er þessi sunnudagur á enda. Stelpurnar fengu að sofa aðeins lengur í morgun en síðan eftir morgunmatinn hófst hópastarf. Stelpurnar völdu að fara í söng-, dans-, leiklistar- eða kærleikshóp og unnu í þeim fyrir hádegi. Þemað var kærleikur og vinátta. Eftir að hafa borðað fiskibollur í hádegismat hófst kærleiksstund þar sem þær sýndu afrakstur hópastarfsins. Sönghópurinn söng fyrir okkur 4 lög, danshópurinn sýndi dans, leiklistarhópurinn sýndi leikrit um Miskunnsama Samverjan og kærleikshópurinn las upp vers og bænir ásamt því að bjóða öllum upp á kókoskúlur sem þær höfðu búið til.
Eftir kaffi var haldið niður á á en veðrið hefur batnað mikið og í dag skein sólin á okkur. Í kvöldmatinn var svo pastasalat og síðan var haldin kvöldvaka að venju. Stelpurnar eru ótrúlega þreyttar eftir erilsaman dag og mikla útiveru. Þær voru að drekka heitt kakó og á ég von á því að þær sofni von bráðar Mig langar að lokum að ítreka það að rútan kemur á Holtaveg á morgun kl.20.30!
Hægt er að sjá myndir á:
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=125024

Kær kveðja,
Erla Björg Káradóttir, forstöðukona