Þá er komið að veislu-og heimferðardeginum. Allaf líður tíminn alltof hratt!! Það er yndislegt veður í dag eins og í gær og eru stelpurnar orðnar útiteknar margar hverjar. Í gær var haldin hæfileikakeppni þar sem stelpurnar sýndu listir sínar en annars var dagskráin með hefðbundnu sniði.
Nú eru þær allar staddar inn í leikskála þar sem foringjarnir eru að keppa við þær í brennó. Í dag verður svo farið í pottinn, eitt herbergi í einu, allar fara að því loknu í sparifötin, pakka dótinu sínu og svo hefst biðin eftir kvöldmatnum. Þar verður boðið upp á pizzu og kók, síðan verður verðlaunaafhending og síðan loksins lokakvöldvakan. Þar munu foringjarnir skemmta stelpunum þar til tími er komin til að halda upp í rútu. Ég þakka innilega fyrir að hafa fengið að hafa þessar yndislegu stelpur hjá okkur og bið Guð að blessa þær eina og sérhverja og ykkur öll.

Rútan kemur á Holtaveginn klukkan 20:30 í kvöld.

Kær kveðja,
Erla Björg Káradóttir, forstöðukona