Laugardagurinn 2.júlí.
Stelpurnar voru ánægðar með að fá að sofa aðeins lengur enda orðnar þreyttar eftir vikuna. Þær fengu svo morgunmat, fóru út á fánahyllingu og mættu á biblíulestur. Þær eru forvitnar og spyrja mikið, syngja hátt og vel og eru almennt til fyrirmyndar á stundum. Svo fóru þær út og kláruðu brennókeppnina og það kom í ljós hvaða lið ætti að keppa við foringjana í fyrramálið.

Þær fengu svo dýrindis lasagna í matinn ásamt gúrkum og papriku. Þær borðuðu flestar mjög vel. Það var þvílíkur hiti hérna hjá okkur í dag, smá gola en ekkert smá hlýtt þegar sólin skein þannig að við ákváðum að bjóða upp á ratleik eftir matinn. Eftir ratleikinn var svo kaffitími og þær borðuðu mjög vel af bakkelsinu.

Eftir kaffi var svo íþróttakeppnin að venju og þær höfðu svo tækifæri til að æfa sig fyrir hæfileikakeppnina sem var haldin í kvöld. Eftir íþróttakeppnina var byrjað að rigna og við ákváðum að bjóða þeim að horfa á Daginn í dag – sunnudagaskólinn fram að kvöldmat. Við erum svo heppnar að hafa Hafdísi, aðalleikkonuna, sem foringja og það gerði þetta enn meira spennandi J

Í kvöldmatinn var svo kakósúpa, kornflex og brauð. Þær borðuðu mjög vel.

Eftir kvöldmatinn var hæfileikakeppnin sem margar voru búnar að bíða spenntar eftir.
Við fengum að sjá marga skemmtilega hæfileika og við reyndum að taka myndir af öllu og þær verða settar inn líka. Dómararnir voru fjórir aular frá Azerbaidjan sem skemmtu stelpunum á milli atriða. Það voru að sjálfsögðu bara foringjar í dulargervi en þær hafa mikla hæfileika á þessu sviði!!
J

Nú er komin ró í húsið og því kominn tími til að halla sér á koddann.
Við leggjum af stað héðan úr Ölveri kl. 19:30 annað kvöld og ættum því að vera komnar um 20:30 á Holtaveg 28.

Með bestu kveðju,
Þóra Jenny, forstöðukona.