Í morgun fengu stúlkarnar að sofa hálftíma lengur en venja er enda mikil keyrsla á dagskrá búin að vera í flokknum og þurftu þær aðeins meiri hvíld eftir náttfatapartýið í gær. Margar stúlkur eru búnar að eiga það á orði að þetta sé svo sannarlega ævintýraflokkur og bíða spenntar eftir hverjum nýjum degi þegar lagst er til hvílu að kvöldi.
Eftir hádegi var blásin á hæfileikasýning og voru það margar stúlkur í flokknum sem sýndu ýmist dans, fimleikaæfingar, leyndan hæfileika eða söng. Til að auka spennu sýningarinnar mættu galsvaskir „dómarar“ á svæðið sem voru hinir furðulegustu karakterar. Það má með sanni segja að stúlkunum er margt til lista lagt og gaman að fá að fylgjast með þeim sýna.
Furðuleikakeppni fór fram eftir kaffi í dag. Þar fóru fram furðulegar íþróttagreinar þar sem stúlkurnar þurftu ýmist að ná inn stigum fyrir sitt herbergi eða vinna saman til að ná stigum. Í keppninni voru greinar eins og köngulóarhlaup, stígvélaspark, bjarnaganga og fleiri spennandi greinar.
Á kvöldvöku var hattaþema og voru stúlkurnar útsjónarsamar við að finna höfuðföt og mátti finna flíkur, sundpoka, bangsa og sitthvað fleira sem var nýtt í hattagerð. Stúlkurnar sem gista í Lindarveri sáu um skemmtiatriði á kvöldvökunni og var mikið hlegið.
Góður dagur er á enda kominn hér í Ölveri og bíða ný ævintýri á morgun.

Kveðja,
Sólveig Reynisdóttir, forstöðukona