13. júlí 2011 – 6. flokkur

Dagur 3

Stúlkurnar voru vaktar kl.08:30 í morgun og voru þær örlítið þreyttari en í gærmorgunn. Eins og hefð er fyrir var morgunmatur og bilblíulestur að honum loknum. Því næst var blásið til brennókeppni sem er orðin æsispennandi. Eftir hádegismat var svo haldin hárgreiðslukeppni og vakti hún mikla lukku enda höfðu margar stúlknanna undirbúið sig dögum saman fyrir keppnina.
Eftir hárgreiðslukeppnina var farið í stutta gönguferð sem fól í sér fjársjóðsleit. Þá leita stúlkurnar að fjársjóðskistu en í henni er falinn fjársjóður sem aðrar Ölversstúlkur hafa safnað saman og var stelpunum okkar boðið að skilja eitthvað eftir í kistunni ef þær vildu.
Eftir kaffitíma var svo haldin tvöföld íþróttakeppni, en keppt var í húshlaupi og boltakasti og tóku langflestar stúlkurnar þátt.
Kvöldvakan var að þessu sinni í boði Hlíðavers og Skógavers sem sýndi einstaka leikhæfileika í atriðum kvöldsins. Eftir kvöldvöku héldu stúlkurnar að þær væru að fara að sofa en foringjar komu þeim sannarlega á óvart með því að slá upp frábæru náttfatapartýi með strumpadansi, poppi og gamansögu.

Takk fyrir frábæran dag,
Lella forstöðukona