Nú er krílaflokki í Ölveri lokið. Dagarnir hafa liði hratt og höfum við brallað margt saman. Stelpurnar koma heim reynslunni ríkari, hafa eignast nýja vinkonu og lært heilmargt um Guð og ábyggilega ,,elst“ um nokkur ár eftir að hafa dvalið hér.
Veisludagurinn hófst á hæfileikasýningu, þar sem stelpurnar sýndu hvert atriðið á fætur öðru og voru þær dolfallnar yfir hæfilekum hver annarrar. Brennókeppnin var að sjálfsögðu á sínum stað þar sem Bangsímonliðið keppti við starfsfólkið og í lokin kepptu allar stelpurnar.
Hádegismatur var snæddur í skreyttum sal áður en við hófumst handa við að pakka niður og punta okkur. Deginum lauk svo á veislukaffi, verðlaunaahendingu og ,,kvöldvöku“ í umsjá starfsmanna. Um 5 héldum við heim á leið þreyttar og sælar eftir ánægjulega dvöl saman hér í Ölverinu.
Við óskum ykkar Guðsblessunar.
Starfsfólk Ölvers