Á sunnudaginn, 21. ágúst, verður árleg kaffisala sumarbúða KFUM og KFUK í Ölveri frá kl.14-17.
Gómsætar veitingar verða til sölu, starfsfólk sumarsins verður á svæðinu og aldrei að vita hvort Candyfloss – vél verði á staðnum fyrir yngstu kynslóðina!
Verð er kr.1500 fyrir fullorðna, kr.750 fyrir 6-12 ára, en frítt er fyrir börn yngri en 6 ára. Posi verður á staðnum.
Allir á öllum aldri eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta á kaffisöluna, gera sér glaðan dag í yndislegu umhverfi Ölvers undir Hafnarfjalli, gæða sér á ljúffengum veitingum og styðja við sumarbúðirnar.
Ölver er undir Hafnarfjalli á Vesturlandi. Um 50 mínútna akstur er þangað frá höfuðborgarsvæðinu, en hér má sjá staðsetningu þess á korti:
http://ja.is/kort/#q=Hafnarfjall&x=360842&y=443988&z=5