Helgina 9.-11. september verður mæðgna-og mæðginahelgi í sumarbúðunum Ölveri undir Hafnarfjalli. Þá geta mæður ásamt sonum og dætrum notið lífsins og alls þess sem Ölver hefur upp á að bjóða.
Fjölmargt skemmtilegt verður í boð þessa helgi: morgunstundir fyrir mæður og börn, brennómót, kvöldvökur, göngur, spjall, föndur, heitur pottur, leikir, veislukvöldverður, náttfatapartý og helgistund. Kappkostað er við að allir finni eitthvað við sitt hæfi og njóti helgarinnar. Öll sígildu Ölverslögin verða sungin og starfsfólk sumarsins verður á staðnum og heldur uppi fjörinu.
Mæður, dætur og synir eru hvött til að kynna sér þennan skemmtilega kost. Skráning er hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og HÉR .