Næsta laugardag, þann 8. október verður Sveinusjóðsbingó haldið í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík til styrktar starfi í sumarbúðum KFUM og KFUK í Ölveri, kl.14 -15:30.
Vinningar í bingóinu eru stórglæsilegir; vikudvöl í Ölveri sumarið 2012, gjafabréf frá Yoyo-ís, Subway-bátar, fiskréttir frá Fiskiprinsinum, gjafabréf í Kringlunni, bækur frá Skálholtsútgáfunni, DVD- diskar frá Senu, töskur og sælgæti frá Innnes, vörur frá PUMA og SPEEDO og margt fleira.
Bingóspjaldið kostar aðeins kr.500. Hægt verður að fá þrjú spjöld á fjölskyldutilboði, kr.1000. Allir sem kaupa bingóspjald fá candyfloss.
Stjórn og starfsfólk Ölvers hvetur alla til að mæta, hitta starfsfólk sumarsins og vera með í þessum skemmtilega og fjöruga viðburði á Holtaveginum á laugardaginn og styðja um leið við uppbyggilegt starf í Ölveri.
Allir á öllum aldursstigum eru hjartanlega velkomnir – tilvalin skemmtun fyrir fjölskylduna!
Sveinusjóður var stofnaður til fjáröflunar fyrir byggingu á nýju íþróttahúsi í Ölveri fyrir tveimur árum. Sveinusjóður er nefndur eftir Sveinbjörgu Arnmundsdóttur, sem var einn af frumkvöðlum sumarbúðastarfsins í Ölveri og heiðursfélagi KFUM og KFUK.