Á morgun, laugardaginn 8. október kl.14-15:30 verður Sveinusjóðsbingó haldið í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík til styrktar starfi í sumarbúðum KFUM og KFUK í Ölveri.
Vinningar í bingóinu eru stórglæsilegir; vikudvöl í Ölveri sumarið 2012, gjafabréf frá Metro, gjafabréf frá Yoyo-ís, Subway-bátar, skart frá Gordjöss fiskréttir frá Fiskiprinsinum, gjafabréf í Kringlunni, bækur frá Skálholtsútgáfunni, DVD- diskar frá Senu, bækur frá Sigurbjörn Þorkelsson, töskur og sælgæti frá Innnes, vörur frá PUMA og SPEEDO og margt fleira. Heildarverðmæti vinninga er 180.000 kr.
Bingóspjaldið kostar aðeins kr.500. Hægt verður að fá þrjú spjöld á fjölskyldutilboði, kr.1000. Allir sem kaupa bingóspjald fá candyfloss.
Stjórn og starfsfólk Ölvers hvetur alla til að mæta, hitta starfsfólk sumarsins og vera með í þessum skemmtilega og fjöruga viðburði á Holtaveginum á laugardaginn og styðja um leið við uppbyggilegt starf í Ölveri.
Allir á öllum aldursstigum eru hjartanlega velkomnir – tilvalin skemmtun fyrir fjölskylduna!
Sveinusjóður var stofnaður til fjáröflunar fyrir byggingu á nýju íþróttahúsi í Ölveri fyrir tveimur árum. Sveinusjóður er nefndur eftir Sveinbjörgu Arnmundsdóttur, sem var einn af frumkvöðlum sumarbúðastarfsins í Ölveri og heiðursfélagi KFUM og KFUK.