Fyrir rúmu ári kom út DVD – diskurinn ,,Daginn í dag – Sunnudagaskólinn á DVD“ frá Skálholtsútgáfunni. Diskurinn hefur hlotið mjög góðar viðtökur og þykir skemmtilegur og vandaður. Á disknum eru fjórir íslenskir þættir sem miðla boðskap kristinnar trúar á ferskan hátt. Margir kannast orðið við söguhetjur disksins, þau Hafdísi og Klemma, sem lenda í ýmsum skemmtilegum ævintýrum, og eru fastagestir í Sunnudagaskólanum í mörgum kirkjum landsins.

Daginn í dag er fáanlegur í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík, og kostar kr. 2490. Allur ágóði seldra eintaka í Þjónustumiðstöð rennur til ,,minni" sumarbúða KFUM og KFUK, þ.e. Kaldársels, Hólavatns og Ölvers. Á disknum eru 20 sunnudagaskólalög og barnasálmar og fjórar dæmisögur Jesú eru sagðar á skemmtilegan máta.

Daginn í dag er skemmtileg og uppbyggileg jólagjöf fyrir börn á öllum aldri!