Í kvöld, þriðjudaginn 27. mars kl.20, verður aðalfundur Ölvers, sumarbúða KFUM og KFUK, haldinn í húsi félagsins á Holtavegi 28, Reykjavík. Skýrsla liðins starfsárs verður flutt, reikningar kynntir og drög að nýjum lögum fyrir starfsstöðina kynnt. Fundurinn fer fram í kjallarasal hússins á Holtavegi, þar sem gengið er inn fyrir neðan húsið (nær Vinagarði).
Allir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi eru hjartanlega velkomnir á fundinn.