Risaslönguspilið er vinsæltDagurinn byrjaði snemma í morgun laugardag og höfum við nú um hádegið, borðað hafragraut eða morgunkorn, farið á fræðslustund/biblíulestur, skotbolta, leit í skóginum, spilað risaspil og borðað kjötbollur með kartöflumús, salati og sósu og sultu með ísköldu lindarvatni úr Ölveri.

Dagskráin í dag er spennandi og eru strákarnir og jákvæðir og spenntir enda er veðrið milt og gott og sólin að byrja skína.

Varðandi lokakvöldið á morgun er rétt að taka fram að mæting er til að sækja kl. 18:00 en þá er öllum fjölskyldum drengjanna boðið í kvöldmat og síðan á kvöldvöku í kjölfarið. Gott væri að láta vita vegna eldamennskurnnar hversu margir koma með hverjum og einum á netfangið gudni.mar@lindakirkja.is  Ölver stendur undir Blákolli fjallinu áður en komið er að Hafnarfjalli og er afleggjarinn nákvæmlega 21.6 km frá gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöngin.

Fréttir úr Pjakkaflokkir má finna hér og myndir úr flokknum á þessum tengli