utandyra í lautinni

Þessi fyrsti dagur hér í Ölveri hefur gengið vel.  Hingað komu yndislegar stelpur tilbúnar að takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni.  Dagurinn hófst á gönguferð um svæðið áður en við fengum okkur að borða.  Eftir matinn fórum við svo strax í brennó í íþróttahúsinu áður en við fórum að útbúa náttúrulistaverk.  Stelpurnar eru svo sannarlega listakonur af Guðs náð og nutu sín hver og ein einasta í þessari listsköpun.  Í kvöldmat borðuðum við svo fiskibollur áður en haldið var á kvöldvöku, þar sem Hamraver sá um að skemmta okkur með leikritum og leik.  Bænakonur sáum svo um að lesa hver inni á sínu herbergi og biðja með stelpunum.  Um 23:00 voru allar stelpurnar sofnaðar þreyttar og sælar eftir daginn og nánast engin heimþrá.Við munum reyna að setja fréttir hér inn en því miður er einhver bilun í kerfinu svo við getum ekki látið allar þær myndir fylgja sem við tókum í dag, en vonandi verður því kippt í liðinn strax í fyrramálið.
Við bjóðum góða nótt héðan úr Ölveri Petra Eiríksdóttir