Héðan úr Ölveri er allt gott að frétta.  Dagurinn hefur verið alveg frábær.  Stelpurnar sváfu flestar til að verða 9 í morgun enda þreyttar eftir fyrsta daginn. Við hófum daginn á morgunmat, fánahyllingu og Biblíulestri.  Þar lærðum við að við erum allar einstakar og dýrmæt sköpun Guðs og Guð elskar okkur allar.  Eftir það fórum við svo í brennó.  En brennó er eitt af því skemmtilegasta sem stelpurnar gera hér í Ölveri.  Í hádegismat fengum við hakk og spagettí og þar á eftir héldum við hæfileikakeppni.  Þar fóru stelpurnar á kostum með söng, dansi, ljóðum, myndlist, göldrum, hljóðfæraleik og fimleikum.  Greinilega hæfileikaríkar stelpur sem við höfum hér hjá okkur.  Eftir kanilsnúða og brauðbollur í kaffitímanum máluðum við afrísk klæði áður en við fórum í heitapottinn.  Seinnipartinn var svo frjáls leiktími á meðan Fuglaver og Hlíðarver undirbjuggu kvöldvöku.  Í kvöldmatinn fengum við grjónagraut við mikinn fögnuð stelpnanna áður en haldið var á kvöldvöku.  Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum og skemmtum við okkur konunglega.  Þegar bænakonurnar áttu svo að fara inná herbergin fundust þær hvergi og þurftum við að leita af þeim þar til við fundum þær úti í skógi.  Við ákváðum svo að slá upp náttfatapartý með dans, söng og sögu.  Deginum lauk svo hjá okkur milli 23 og 24 þegar ró var komin á hér í Ölverinu.

Við starfsfólkið erum þakklátar fyrir þessar stelpur, þær eru ótrúlega flottar, hlýðnar, kurteisar og glaðar og samstilltur hópur.

Setjum svo aftur fréttir inn á morgun.

Kveðja Petra Eiríksdóttir, forstöðukona