Nú er fyrsta deginum okkar hér í Ölveri að ljúka. Stelpurnar komu sér fyrir á herberjunum um leið og þær komu áður en við fengum okkur súpu og brauð. Eftir mat fórum við í gönguferð um svæðið og í leiki. Í kaffinu fengum við nýbakað bananbrauð og skúffuköku áður en við fórum í íþróttir að keppa í stígvélasparki og pokahlaupi og notuðum svo tímann til að kynnast hver annarri. Eftir kvöldmat var blásið í kvöldvöku þar sem Fuglaver sá um að skemmta okkur. Stelpurnar hafa flestar komið hingað áður og eru því heimavanar og voru síður en svo tilbúnar að fara að sofa eftir kvöldvöku. Foringjarnir földu sig og þurftu stelpurnar að leita að sinni bænakonu um allt Ölverssvæðið eftir vísbendingum. Bænakonurnar enduðu svo daginn hver með sínu herbergi í spjalli, sögu og bæn. Nú um 11 er ró að færast yfir húsið og flestallar sofnaðar.

Við bjóðum góða nótt héðan úr Ölveri.

Leikur á kvöldvöku

Petra Eiríksdóttir, forstöðukona