Nú er fyrsti dagur 6.flokks að renna sitt skeið. Þá er gott að líta yfir daginn og fara yfir hvað við gerðum hér í Ölveri.
Stúlkurnar komu á hádegi og þá var farið í að raða niður í herbergi. Þær eru 39 og það gekk mjög vel að raða þeim niður. Eftir að þær voru búnar að koma sér fyrir þá var hádegismatur, súpa og brauð. Að honum loknum var farið í gönguferð um svæðið og nafnaleiki niðri á fótboltavelli.
Stúlkurnar fengu kaffitíma og að honum loknum hófst brennókeppnin með miklum látum. Íþróttakeppnin hófst einnig seinnipartinn með húshlaupi og jötunfötu. Hamraver undirbjó skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna og það gekk mjög vel. Í kvöldmatinn var svo steiktur fiskur, kartöflur, tómat-og kokteilsósa, gúrka og tómatar. Þær borðuðu mjög vel!!
Eftir kvöldmatinn var kvöldvakan og hún gekk mjög vel. Hamraver var með þrjú atriði á kvöldvökunni og þær tóku allar vel undir í söngnum. Við heyrðum