Heil og sæl!

Hér eru allir sofnaðir eða að sofna með bros á vör eftir viðburðaríkan dag. <!-more->

Dagurinn hófst frekar hefðbundið en sumt verður bar að fá að vera eins og það Á að vera 🙂 Þær vöknuðu kl. 9, morgunmatur, fánahylling, biblíulestur þar sem við lærðum um fyrirgefningu og brennó. Hádegismaturinn var á sínum stað og eftir mat fórum við í gönguferð niður að á. Stelpurnar skemmtu sér ótrúlega vel við að vaða í ánni og tína ber. Kaffitíminn var svo á sínum stað og eftir kaffi fóru stelpurnar í hefðbundinn Ölversratleik.

Maturinn var í fyrra fallinu eða kl. 18 því rétt fyrir kl. 19 fórum við með stúlkurnar í sund á Hlöðum í Hvalfirði. Þær voru ótrúlega ánægðar með það og skemmtu sér heillengi í sundi eða á bakkanum en allar fóru þær í sturtu. Þegar heim var komið beið þeirra kaffihús í matsalnum en Súsanna og Kristín, ráðskonan okkar og bakarinn, voru heima á meðan við vorum í sundi og undirbjuggu ALLT fyrir okkur. Þær höfðu bakað aukalega í dag og bökuðu svo saltkex, bjuggu til salat og dúkuðu upp borð fyrir okkur!! Yndislegt að koma heim í svona móttökur 🙂

Eftir dásamlega stemningu í matsalnum fóru stúlkurnar að hátta og tannbursta sig til að vera tilbúnar þegar bænakonurnar komu inn í herbergin þeirra.

Við sendum bestu kveðjur heim,
Þóra Jenny, forstöðukona.