Komið þið heil og sæl.

Hér eru allir orðnir þreyttir eftir langa og skemmtilega viku!

Við ákváðum að sofa til 9:30 í morgun og það var ekki ein stúlka vöknuð þegar við byrjuðum að vekja. Morgunmatur var kl. 10 og fánahylling og tiltekt fylgdu í kjölfarið. Biblíulesturinn var á sínum stað og lokakeppnin í brennó.

Eftir hádegismatinn var Ölver’s got  talent eða hæfileikakeppnin okkar. Þær voru búnar að bíða spenntar eftir henni og margar búnar að æfa sig í marga daga fyrir keppnina. Við fengum að sjá marga skemmtilega dansa og hlusta á marga góða söngvara. Mig minnir að það hafi bara verið söng- og dansatriði í keppninni núna.

Eftir kaffitímann vorum við með ÖlversÓlympíuleika sem var liðakeppni á milli herbergja. Eftir keppnina fóru þær að gera sig sætar og fínar því veislukvöldmaturinn og veislukvöldvakan var næst á dagskránni. Það var blásið til veislumatar á slaginu 19 og boðið upp á dýrindis pizzur og kók (djús fyrir þær sem ekki drekka kók). Þær borðuðu mjög vel og fengu svo ís í eftirrétt. Fyrir kvöldvökuna var svo myndataka af hverju og einu herbergi með bænakonunni sinni. Foringjarnir sáu svo um að skemmta stúlkunum á kvöldvöku og það tókst vel enda ekki við öðru að búast. Eftir kvöldvökuna heyrðu þær stutta hugleiðingu um bænasvör og hvernig þau geta verið öðruvísi heldur en við búumst við. Svo var komið að því að ljóstra upp um leynivinina. Þær fengu loksins að vita hver hafði verið leynivinur þeirra síðustu tvo dagana.

Þær fengu ávexti í kvöldkaffi og fóru svo inn á herbergin að hátta og tannbursta og bænakonurnar fóru inn til þeirra og komu þeim í ró.

Við sendum bestu kveðjur heim og hlökkum til að hitta alla á morgun!!
Þóra Jenny Forstöðukona.