22 hressar stelpur mættu í Ölver í hádeginu í dag. Þeim var skipt í 4 herbergi Hlíðarver, Hamraver, Skógarver og Lindarver. Eftir að þær höfðu komið sér fyrir í herbergjunum var boðið upp á grænmetissúpu og pizzubita. Að loknum hádegismat var farið í göngu- og kynnisferð um Ölver og svæðið skoðað. Við fórum svo í nokkra leiki á fótboltavellinu m.a. hlaupa í skarðið og ljónaleik áður en stelpurnar fengu að leika sér í skemmtilega skóginum okkar hérna í Ölveri.
Í kaffitímanum var boðið upp á bananbrauð og súkklaðiköku. Svo var haldið út í leikskála og farið yfir reglurnar í brennó og svo var skipt í 4 lið sem keppa í brennókeppni. Liðin heita Rifsber, Jarðaber, Bláber og Krækiber. Eftir brennó var íþróttakeppni í hopp á öðrum fæti og köngulóarhlaupi. Hamraver og Skógarver fóru svo að undirbúa skemmtiatriðið fyrir kvöldvökuna.
Við fengum steiktan fisk og nýjar íslenskar kartöflur og grænmeti í kvöldmatinn og þetta var borðað af bestu lyst og allar fengu sér oftar einu sinni á diskinn.
Hamraver og Skógarver skemmtu sér og okkur á hressilegri kvöldvöku og voru nokkar stelpur orðnar þreyttar þegar við sungum lokalagið. Nú eru allar komnar í ró og flestar sofnaðar með bros á vör.
Það er óhætta að segja að þær séu allar að standa sig mjög vel hérna í Ölveri.

Bestu kveðjur
Salóme Huld
Forstöðukona