Nokkrar stelpur voru vaknaðar fyrir klukkan sjö í morgun, greinilega mikil spenna fyrir fysta heila deginum í Ölveri. Klukkan átta voru allar komnar á fætur og fyrir hálf níu var búið að taka til í öllum herbergjum líka. Að loknum morgunmat fengu stelpurnar tíma til að æfa sig fyrir hæfileikakeppni áður en blásið var á Bíblíulestar. Þar æfðu stelpurnar sig í að flétta upp í Bíblíunni og lærðu „Litlu Bíblíuna“ utan að og lærðum um að vera góðar hvor við aðra. Fram að hádegismat var farið út í leikskála og haldið áfram með Brennókeppnina.

Í hádeginu fengum við hakk og spagetti ásamt grænmeti sem var borðað að bestu lyst. Fljótlega eftir mat fengum við skilaboð um að prins væri týndur einhverstaðar í skóginum við fórum því allar út að leita. Eftir nokkra leit fundum við prins með fullan kassa af prins polo sem við fengum í verðlaun fyrir að hafa fundið prinsinn. Prinsinn Kormákur kom svo með okkur inn og var dómari í stór skemmtilegri hæfileikakeppni. Við fengum að sjá leikrit, töfrabrögð og hlusta á söng.

Kaffitíminn var út í góða veðrinu og voru stelpurnar duglegar að borða vöfflur og kanilsnúða. Íþróttakeppni og heiti potturinn voru svo næst á dagskrá svo fóru Hlíðarver og Lindaver að undirbúa kvöldvökuna.

Eftir góða útiveru seinnipartinn var gott að koma inn í kvöldmat og fá grjónagraut og brauð. Klukkan átta hófst stórskemmtileg kvöldvaka þar sem mikið var hlegið. Stelpurnar voru svo beðnar um að drífa sig í náttföt  á meðan foringarnir næðu í vatna fyrir tannbustunina. En foringarinir voru í raun að undirbúa stórskemmtilegt náttfatapartý. Það var mikið dansað og hlegið í náttfatapartýinu. Að loknu partý drifu þær sig að tannbusta og koma sér í rúmið.

Nú er komin ró í húsið og flestar sofnaðar.

Salóme Huld

Forstöðukona