Stelpurnar sváfu mjög vel í nótt og sáfu flestar til klukkan níu í morgun 🙂 Eftir morgunmat og fánahyllingu var Biblíulestur þar sem þær fengu að heyra um kristniboð og hvernig við getum sagt öðrum frá Jesú. Þær æfðu sig líka í að flétta upp versum í Bíblíunni.Eftir æsispennandi brennó keppni var ljóst að Rifsber höfðu unnið Brennókeppni Ölvers í 9. flokki. Í hádeginu var boðið upp á kjúklingabollur og kartöflubáta sem var borðað með bestu lyst. Við héldum niður að á í góða veðrinu. Þar var vaðað í ánni, tínd ber og legið í sólbaði. Eftir góða útiveru var gott að koma inn í kaffi þar sem fengum möffins og ostaslaufur.

Íþróttakeppni og heiti potturinn voru á sínum stað áður en veislukvöldið hófst. Stelpurnar fór í betri fötin sín og flestar fengu fléttur í hárið svo var farið inn í matsal. Foringarir voru búinir að skreyta salinn og raða borðum upp á nýtt. Stelpurnar borðu vel að pítsum og fengu gos, ávaxtasafa eða vatn að drekka.

Foringarnir héldu svo upp fjörinu á kvöldvökunni, og var mikið helgið og klappað.

Í kvöld voru mjög sælar og þreyttar stelpur upp í rúmi sem hlakka til að knúsa fjölskylduna sína þegar þær koma heim á morgun.

Bestu kveðjur

Salóme Huld, Forstöðukona

 

ATH: Rútan leggur af stað frá Ölveri á morgun (fimmtudag) klukkan 17.00 og áætluð heimkoma á Holtaveginn er klukkan 18.00