Hin árlega kaffisala Ölvers fer fram nú næsta sunnudag, 26. ágúst kl. 14-17.
Á kaffisölunni gefst tækifæri á að heimsækja yndislegt umhverfi og húsakost Ölvers, gæða sér á ljúffengum tertum, kökum og öðru bakkelsi og styrkja um leið starfsemina þar.
Starf Ölvers hefur gengið vel í sumar og þar hafa dvalist bæði drengir og stúlkur í alls 10 flokkum síðan í byrjun í júní.
Hér sést kort með staðsetningu  Ölvers, sem er í nágrenni Hafnarfjalls á Vesturlandi, í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík: http://ja.is/kort/#q=Hafnarfjall&x=360842&y=443988&z=5

Allir eru hjartanlega velkomnir á kaffisölu Ölvers!