Helgina 12.-14. apríl verður mæðgna- og mæðginahelgi haldin í Ölveri. Þá helgi býðst mæðrum að koma með börnum sínum í Ölver og eiga góða stund saman.

Boðið verður upp á hefðbundna sumarbúðadagskrá, kvöldvökur, gönguferð, brennó, föndur og ýmislegt fleira. Forstöðukona helgarinnar verður Jóhanna Sesselja Erludóttir, betur þekkt sem Lella.

Hægt er að skrá sig hér á vefsíðunni og hjá þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 frá kl. 9-17 alla virka daga.