Sunnudaginn 5.maí kl. 15:00-16:30 verður glæsilegt BINGÓ í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Bingóið er haldið til fjáröflunar fyrir Sveinusjóð, en Sveinusjóður var stofnaður til að safna fé til byggingar nýju íþróttahúsi í Ölveri.
Vinningarnir verða stórglæsilegir, til dæmis vikudvöl í Ölveri, nammi frá Innnes, gjafir frá Vífilfelli og Eddu, bækur eftir Sigurbjörn Þorkelsson, Subway-gjafabréf, gjöf frá kirkjuhúsinu og Puma vörur.

Spjaldið kostar 500 kr. en þrjú spjöld verða á fjölskyldutilboði 1.000 kr.

Starfsfólk sumarsins og stjórn Ölvers hvetur allt félagsfólk til að mæta og vera með í skemmtilegri uppákomu.