IMG_0023

Flokkurinn gengur ljómandi vel fyrir sig, áttum þó í smá byrjunarerfiðleikum með að koma efni inn á heimasíðuna, en það ætti að vera leyst núna.

Komum um hádegi í gær og fengum skyr í hádegismat. Eftir hádegismat var farið í gönguferð út að stóra steini. Í kaffinu fengu drengirnir heimabakaða pizzusnúða, skúffuköku og brauðbollur. Eftir kaffi var frjáls tími sem var vel nýttur í útiveru, heita pottinn, spil, perlur og vinabandagerð. Í kvöldmatinn var steiktur fiskur.  Eftir kvöldmat var kvöldvaka þar sem var sungið, farið í leiki og foringjar flokksins sáu um leikrit.
Drengirnir fengu ávexti í kvöldkaffi og klukkan 22 voru allir sofnaðir sælir og glaðir eftir skemmtilegan dag.

Í morgun vöknuðu drengirnir um átta og fengu morgunmat, eftir morgunmat var fánahylling og morgunstund. Því næst var farið í brennó og frjálsan tíma. Í hádegismat voru kjötbollur,  eftir matinn fóru allir drengirnir í gönguferð niður að á, þar sem boðið var upp á busl. Næst var svo kaffitími þar sem boðið var uppá brauðbollur, pönnukökur og tebollur. Eftir kaffi var keppni um Ölversvíking flokksins þar sem keppt var í nokkrum þrautum, ásamt því fór fram ratleikur um skóginn. Þegar fréttin er skrifuð eru allir drengirnir nýkomnir úr sturtu og sitja og borða grjónagraut og brauð.

Bestu kveðjur úr Ölveri

Hér er hægt að skoða myndir

http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157634010893804/