Nú er komin nýr fallegur dagur í Ölveri. Veðrið er milt og helst nokkuð þurrt. Stelpurnar vöknuðum hressar í morgun eftir ævintýri gærdagsins en í gærkveldi var óvænt náttfatapartý. Fyrr um daginn höfðu þær farið í íþróttakeppni, pottinn og haldið kvöldvöku.
Skessur kíktu í heimsókn og bjuggu til heldur ógirnilega súpu sem þær buðu stelpunum upp á en þær fengu nú ís í staðinn ;O)
Í dag eru þær búnar að hylla fánann, fara á biblíulestur þar sem þær lærðu m.a um fyrirgefninguna og mikilvægi þess að geta fyrirgefið öðrum.
Í hádegismatinn var hakk og spagetti og grænmeti og borðuðu þær af bestu lyst.
Efti matinn ætlum við að leyfa þeim að velja sér hópa, einn fer í fjallgöngu, annar út í leiki og hinn verður inni í listasmiðju.
Því miður höfum við ekki enn náð að setja inn myndir vegna tæknilegra örðugleika en við bætum úr því von bráðar, unnið er hörðum höndum að því.
Kær kveðja úr Ölveri