Það er allt frábært að frétta héðan úr Ölverinu góða.  Í gær eftir hádegi fór ég með nokkra göngugarpa í langa göngu sem byrjaði með fjársjóðsleit og endaði upp á fjalli með viðkomu á risastórum steini sem þær klifruðu uppá.

Eftir kaffi var kósýtími, smá íþróttakeppni og heitur pottur. Eitt herbergið (Fjallaver) sá svo um kvöldvöku og þar var mikið stuð. Eftir kvöldkaffi var bíó í salnum þar sem horft var á myndina Pitch Perfect og borðað var popp! Flestar voru sofnaðar um miðnætti örþreyttar.

Í morgun vöknuðu þær kl.9 að vanda og fóru í morgunverð. Biblíulesturinn var ekki hefðbundinn að þessu sinni. Við fengum góðan gest Helgu Viborgu Sigurjónsdóttur sem var kristinboði í Eþíópíu. Hún sagði okkur frá lífinu þar, sýndi myndir og muni frá Afríku. Einnig kenndi hún okkur lög á amarísku og spilaði undir á trommur, stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel í því.

Í hádegismat var svo ávaxtasúrmjólk og samlokur. Nú eru stelpurnar í óðaönn að búa sér til ættbálkafána áður en þær halda út í SURVIVOR AFRICA þar sem þær munu þurfa að leysa ýmsar þrautir.

Nú eru komnar inn myndir og fleiri fréttir munu berast héðan á morgun!