Heil og sæl!

Stelpurnar fengu að sofa hálftíma lengur í morgun útaf náttfatapartýinu en þær voru nú margar vaknaðar þegar ræstirinn mætti til að vekja. Morgunmaturinn var á sínum stað, fánahyllingin, biblíulestur og brennó. Í hádegismat fengum við steiktan fisk  sem þeim fannst ótrúlega góður.

Eftir hádegi var Ölver’s Next Top Model, þar sem keppt var bæði í hárgreiðslukeppni og svo heildarlúkki, greiðsla og fatnaður. Einhverjar af eldri stelpununum eru með smá förðunardót og þeim var frjálst að nota það með. Þær gerðu margar flottar og sniðugar greiðslur hver í aðra.

Eftir kaffi var íþróttakeppnin, heiti potturinn og Hlíðarversstelpur undirbjuggu skemmtiatriði fyrir kvöldvöku.

Kvöldvakan var mjög skemmtileg, mikið sungið og mjög gaman. Þær taka vel undir í söngnum og syngja eins og englar 🙂 I hugleiðingu kvöldsins lærðu þær um að byggja líf sitt á góðum grunni, sbr. manninn sem byggði húsið sitt á kletti. Þær fengu ekkert kvöldkaffi í kvöld en fóru niður að hátta og tannbursta. Eftir að um það bil korter var liðið frá kvöldvökunni blésum við í lúðurinn og sögðum þeim öllum að taka sængurnar sínar með upp í sal því það var vídjókvöld. Kvöldkaffið var popp og vatn 🙂 Þær eru að horfa á myndina Wild Child, sem er víst rosa skemmtileg.

Bænakonurnar munu fylgja þeim inn á herbergi þegar myndin er búin og lesa þær í svefn. Myndir frá deginum koma inn á eftir.

Kveðja,
Þóra Jenny, forstöðukona.