Eftir hádegismat í gær, sem voru kjötbollur, var stelpunum skipt upp í 5 lið sem voru mismunandi lönd. Þær þurftu að finna sér búninga, finna slagorð og búa til fána. Þá var haldið út í alls kyns keppni sem reyndi á líkamlegt og andlegt þol, styrkleika, nákvæmni, samvinnu og vitsmuni.
Þá var dýrindis kaffi, heimsins bestu bollur eins og stelpurnar segja, karmellumuffins og súkkulaðikaka og borðuðu þær af bestu lyst. Eftir var kaffi var kósýtími, þær fóru í pottinn, perluðu og bjuggu til vinabönd. Í kvöldmat var kakósúpa og heimabakað brauð. Eftir kvöldmatinn var kvöldvaka þar sem 2 herbergi sáu um að skemmta, Skógarver og Lindarver. Um kvöldið þegar bænakonurnar voru komnar út hófst smá hrekkur. Búið var að rústa eldhúsinu en enginn vildi viðurkenna verknaðinn. Þá heyrðust læti uppi í sal. Þá greip um sig mikið panik og öllum var safnað saman niður í laut í talningu. Hver gat verið inni í húsinu þegar allir voru komnir út???? Þá hófst enn meiri panic þegar svört vera sást inni í matsal en þegar hún fór svo að dansa létti stelpunu mjög mikið. Þá var þetta bara Doddi Diskó sem var að hefja þetta líka fína náttfatapartý ;O)
Stelpurnar fóru seint að sofa en vöknuðu hressar í morgun. Nú hafa þær farið á Biblíulestur þar sem þær lærðu um fyrirgefninguna og eru þær að týnast inn úr brennó. Feiri frettir munu berast á morgun!