
Í dag var vakið kl.9.30 og eftir morgunmat og fánahyllingu var biblíulestur þar sem stelpurnar lærðu um það hvernig þær geta varðveitt orð Guðs og vaxið í trúnni og látið gott af sér leiða. Þá var uppljóstrað hver leynivinur þeirra var en þær hafa verið í leynivinaleik síðasta sólahringinn. Þá keppti vinningsliðið “Glee” í brennó við foringjana en foringjarnir unnu leikinn naumlega. Í hádegismat var mexíkósk kjúklingasúpa. Nú eru stelpurnar úti í ratleik en eftir kaffi munum við hafa verðlaunaafhendingu og lokastund.
Við munum halda héðan klukkan 17 og áætlað er að vera kominn á Holtaveginn kl.18. Ég þakka fyrir frábæra viku og megi Guð blessa allar þessar frábæru stelpur sem hér hafa dvalið hjá okkur!