Stjórn Ölvers hefur ákveðið að bjóða gott tilboð í 7. flokk fyrir skráða félaga í KFUM og KFUK á Íslandi. Flokkurinn hefst núna á mánudag, 15. júlí og er 7 daga flokkur fyrir 8-10 ára stelpur. Heimkoma er þann 21. júlí. Flokkurinn kostar 44.900 kr en félagsmenn KFUM og KFUK fá flokkinn á 34.900 kr! Því er um frábært tilboð að ræða. Ef þú hefur áhuga á að nýta tilboðið þarftu að hringja á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 5888899 frá 9-5 eða senda póst á skrifstofa@kfum.is og bóka pláss. Svo einfalt er það.

Þeir félagar KFUM og KFUK sem hafa nú þegar skráð stelpu í flokkinn fá að sjálfsögðu að nýta sér afsláttinn. Til þess þurfa þeir að hringja á skrifstofuna og fá endurgreiðslu sem nemur afslættinum.