Við viljum minna á að síðasti dagur til að vitja óskilamuna frá sumarstarfi KFUM og KFUK er 1. október ´13.

Mikið magn hefur safnast upp í Þjónustumiðstöðinni og viljum við hvetja foreldra til koma og sækja þessa muni. Í október verður óvitjuðum óskilamunum ráðstafað til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Óskilamuni frá Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri, Kaldárseli og leikjanámskeið Hjallakirkju er hægt að vitja á Holtaveg 28 á milli kl. 9 og 17 alla virka daga. Óskilamuni úr sumarbúðunum á Hólavatni má nálgast í húsi KFUM og KFUK á Akureyri, Sunnuhlíð 12, og óskilamuni af leikjanámskeiðum í Reykjanesbæ í Hátúni 36, Keflavík.

Með kveðju,
Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK