Helgina 2.-4.maí verður mæðgna- og mæðginahelgi í Ölveri. Allar mæður og öll börn eldri en 5 ára eru hjartanlega velkomin. Skráning gengur vel en enn er hægt að skrá sig bæði hér og með því að hringja inn í s. 588-8899. Verðið er 7.900 kr. mann og engin rúta. Ásta Sóllilja verður forstöðukona að þessu sinni og nánari dagskrá er hægt að skoða hér fyrir neðan.

9398198394_ef2b430db1_b (1)

Föstudagur 2.maí

19:00 Kvöldmatur
20:30 Kvöldvaka
22:00 Kvöldkaffi

Laugardagur 3.maí

9:00 Morgunmatur og fánahylling
10:30 Morgunstund
11:15 Brennó
12:00 Hádegismatur
13:15 Gönguferð/Útivist
15:30 Kaffi
16:00 Fullorðinsstund/Kristin íhugun. Barnastund/Leikir og föndur.
19:00 Kvöldmatur
20:30 Kvöldvaka
22:00 Kvöldkaffi
Eftir ró barna – Spjall- og dekurstund í setustofu

Sunnudagur 4.maí

9:00 Morgunmatur og fánahylling
10:30 Undirbúningur fyrir samverustund
12:00 Hádegismatur
13:00 Samverustund
14:00 Frágangur, tiltekt og brottför