Fyrstu dagarnir hafa gengið frábærlega hér í Ölveri. Þessi hópur samanstendur af dugmiklum valkyrjum. Þær eru mjög sjálfstæðar og ótrúlega duglegar að leika sér sjálfar úti í góða veðrinu. Í gær fórum við að vaða í Hafnaránni og skelltum okkur svo beint í heita pottinn. Nú eru þær að greiða og snyrta hvor annarri í hárgreiðslukeppni sem er að sjálfsögðu haldin utandyra í dag.

Í gærkvöldi skemmtu 2 herbergi okkur á kvöldvöku með leikjum og leikritum og eru stelpurnar órtúlega duglegar að taka undir í söng en þær hlusta líka vel. Þær heyra spennandi framhaldssögu á hverjum degi á biblíulestrunum og læra þar m.a um að koma vel fram við alla og að sýna öðrum kærleika.

Brennókeppnin er komin á fullt og heita liðin að þessu sinni eftir karakterum úr Frozen-myndinni. Einnig er íþróttakeppni komin í gang en þar er keppt í alls kyns greinum eins og kjötbollukasti og um breiðasta brosið.

Myndir af fyrstu dögunum má finna hér.

Fleiri fréttir og myndir munu svo berast fljótlega.

Kær kveðja úr góða veðrinu í Ölveri

Erla Björg