Gærdagurinn var mjög viðburðarríkur og skemmtilegur. Við fengum morgunmat kl. 9:30 og fórum svo í fánahyllingu og á biblíulestur. Stelpurnar voru mjög virkar á biblíulestri og var þar kærleikurinn í brennidepli. Svo var farið út í íþróttahús í brennó. Brennóliðin fengu nöfn, en nöfnin eru eftir grínistum á Íslandi :). Það var soðinn fiskur með tómatsósu og bræddu smjöri í hádegismatinn. Eftir matinn var haldinn FANTASÍU keppni, en þar var keppt í hárgreiðslu, förðun og búningum. Svo voru allir keppendur látnir ganga á sviði fyrir alla, til þess að sýna afraksturinn. Ölver fékk flotta dómara í heimsókn, en þetta voru miklir tískuspékulantar. Eftir kaffið var svo farið í göngu í sumarbústaðabyggðinni, en við ætlum ekkert að láta rigninguna stoppa okkur. Í framhaldi af göngunni fórum við á fótboltavöllinn og fórum í sjómanns-keppni. Það var mikið stuð og hörð keppni. Í kvöldmatinn fengum við svo ávaxtasúrmjólk og pizzubrauð, nammi namm. Systurnar Elsa og Anna heimsóttu Ölver á kvöldvöku, en þær hafa mjög gaman af söng og sungu mikið fyrir stelpurnar, en einnig hefur Elsa mikin áhuga á ís og frosti. Það var mikið fjör á kvöldvökunni og fóru svo stelpurnar að klæða sig í háttinn, en þá heyrðu stelpurnar söng frá stiganum en þá voru foringjar að bjóða stelpunum í bíó á bíómyndina FROZEN. Það var rosalega gaman og allir kátir, einnig vorum við svo heppnar að fá ís í bíóinu. Allir sváfu vel og fengu góða hvíld.