Gærdagurinn hófst á útsofi, en margir voru þreyttir eftir áhorf Frozen bíómyndarinnar. Við sváfum til 9:30 og fórum í morgunmat kl. 10:00. Eftir morgunmatinn og fánahyllingu var biblíulestur og þar var talað um tölurnar í biblíunni og fyrirgefninguna. Svo var farið í brennó í íþróttahúsinu. Við fengum kornflekskjúkling og hrísgrjón í hádegismatinn, mmm það var rosa gott. Það kom leynigestur í heimsókn eftir matinn, og leynigesturinn var stelpa sem er menntaður dansari sem er í Íslenka dansflokknum. Það var mikið fjör að fá hana, en hún heitir Berglind Rafnsdóttir, og hún kenndi stelpunum nokkur spor. Allir fóru í heita pottinn eftir dansinn og fengu góða stund þar. Í kvöldmatinn fengum við svo grjónagraut og brauð með áleggi. Kvöldvakan var með venjulegu sniði fyrir utan það að hún var á röngunni, allir mættu í fötunum sínum á röngunni og margt fór fram afturábak. Allir voru ánægðir með daginn og sofnuðu snemma og sváfu vel.