Í morgun vöknuðum við kl. 9:00 hressar og kátar og tilbúnar í daginn. Við fengum morgunmat og fórum svo út í fánahyllingu og svo á biblíulestur. Á biblíulestrinum ræddum við boðorðin tíu. Eftir hann fórum við út og kepptum svo í Ölversmaraþoni, en þar máttum við til gaman velja okkur félag sem við myndum vilja hlaupa fyrir eins og er í gert í Reykjavíkurmaraþoninu. Það var hlaupið niður að þjóðvegi 1 og tilbaka, þetta voru tæpir 2 km. Allir komust heilir í mark og stóðu sig vel. Hádegismaturinn var kærkomin eftir hlaupið og við fengum grænmetisbuff og eldaðar kartöflur. Svo mættu tveir leynigestir í heimsókn, en það var myndlistakonan Elísa Ósk Viðarsdóttir og Kría Benediktsdóttir grafískur hönnuður. Stelpurnar lituðu sjálfsmynd og máluðu þær svo. Núna hanga myndirnar upp á veggjum Ölvers og vekja mikla lukku. Eftir kaffitímann fóru stelpurnar í íþróttakeppnir og fengu svo frjálsan tíma. En í kvöld er hæfileikakeppni og þar verða listir sýndar af stelpunum. Og svo ætlum við að fara í kvöldbrennó eftir hæfileikakeppnina!