Í morgun vöknuðu stelpurnar hressar klukkan 9.00. Eftir morgunmat var fáninn hylltur. Á biblíulestri ræddum við litróf trúarinnar. Þvínæst fóru stelpurnar í brennó og voru svo fegnar að fá kjúkklingabollur og hrísgrjón í hádegismat. Eftir mat var ferðinni heitið niður að á og góða veðrið var vel nýtt. Þegar heim var komið aftur var fjörugt vatnsstríð niðri í laut og mikil gleði.  Í kaffinu fengu stelpurnar súkkulaðiköku og brauðbollur. Eftir kaffi voru haldnir furðuleikar þar sem keppt var í allskonar skemmtilegum og óvenjulegum íþróttagreinum.  Í kvöldmat var skyr og brauð, eftir matinn var kvöldvaka sem endaði með leikjum niðri í laut. Stelpurnar ferðust til afríku í huganum til að bregða sér á ljónaveiðar, en sú för tók óvænta stefnu og endaði með náttfatapartýi í matsalnum, þar var mikið fjör, dans, leikrit og sögur, stelpurnar fengu popp og ávexti í kvöldkaffi og eru nú komnar í ró eftir viðburðarríkan dag.
Á morgun fá þær að sofa aðeins lengur en venjulega og svo tekur við viðburðarríkur veisludagur.