Í morgun vöknuðu stelpurnar klukkan hálf tíu í sól og blíðu. Eftir morgunmat var fánahylling, Biblíulestur og brennó.  Í hádegismat voru kjötbollur, karteflumús, brún sósa og grænmeti og maturin vakti mikla lukku.  Eftir hádegismat var Ölveri breytt í ævintýraland og stelpurnar voru leiddar á milli stöðva og hittu Kaptein krók, Þyrnirós, Gullbrá, Grinch og galdranorn.  Í veilsukaffi voru Ölversbollur með glassúr og rice crispies kökur. Eftir kaffi fóru stelpurnar í heita pottinn og gerðu sig fínar fyrir veilsukvöldið. Nú sitja þær og borða heimabakaða pítsu.  Framundan í kvöld er veislukvöldvaka þar sem starfsfólk mun sjá um að skemmta með leikritum og leikjum, og svo verður farið í ævintýralegan flóttamannaleik í kvöld.

Brottför er klukkan 17.00 á morgun er áætluð heimkoma á Holtaveg 28 klukkan 18.00.

Bestu kveðjur úr Ölveri